Hausthlé
Dagana 21. og 24. október er hausthlé í skólanum, kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október. Við vonum að þið njótið frísins og hvílist vel.
Dagana 21. og 24. október er hausthlé í skólanum, kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október. Við vonum að þið njótið frísins og hvílist vel.
Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram þriðjudaginn 4. október síðastliðinn. Yfir 180 keppendur úr hinum ýmsu framhaldsskólum tóku þátt. Árangur nemenda Menntaskólans var afar glæsilegur. Á neðra stigi átti Menntaskólinn 8 af 18 efstu en á efra stigi 21 af 27 [...]
Próftafla fyrir jólapróf hefur nú verið birt, hlekkur á hana er undir gagnlegar síður en einnig er hægt að nálgast hana hér.
Foreldrum og forráðamönnum nemenda í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík er boðið að koma á kynningarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. ágúst kl. 20:00. Sólveig G. Hannesdóttir rektor mun kynna skólann og skólastarfið. Andrea Edda Guðlaugsdóttir inspector scholae, Ragnheiður Hulda [...]
Við minnum nemendur á lesloftið á Íþöku. Lesloftið er opið á opnunartíma bókasafnsins.
Menntaskólinn í Reykjavík var settur í dag í 177. sinn í Dómkirkjunni. Afar ánægjulegt var að sjá hversu margir mættu á skólasetninguna. Innritun nýnema í skólann gekk vel og sóttu 467 nemendur um inngöngu í skólann. Af þessum nemendum munu [...]
Nú er nýtt skólaár að hefjast og gott að vita hvað er framundan. Mánudaginn 15. ágúst opnar bóksalan, hún er staðsett á 1. hæð í Gamla skóla. Miðvikudaginn 17. ágúst kl. 10 eru kynningar fyrir nýnema. Fimmtudaginn 18. ágúst kl. [...]
Sólveig Guðrún Hannesdóttir hefur verið skipuð í embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst. Við óskum henni innilega til hamingju með nýja embættið.
Skrifstofa Menntaskólans í Reykjavík er lokuð vegna sumarleyfa, fylgst verður með tölvupósti á mr@mr.is til 30. júní, skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 4. ágúst
Í gær, 14. júní, bauð sendiherra Frakklands í móttöku fyrir þá nýstúdenta sem útskrifuðust með afburðareinkunn í frönsku í framhaldsskólum landsins og forráðamenn þeirra. Lára Róbertsdóttir og Grétar Þór Halldórsson hlutu þessi verðlaun í MR. Við óskum þeim Láru og [...]