Jafningjaráðgjöf MR
Skrifstofa jafningjaráðgjafa er á Amtmannsstíg. Sími 545 1931, tölvupóstur: jafningjaradgjafarmr@gmail.com. Einnig er hægt að hafa samband á Instagram: @jafningaradgjafar_mr.
Jafningjaráðgjöf er starfrækt í Menntaskólanum í Reykjavík. Jafningjaráðgjafar eru embættismenn Skólafélagsins en starfa undir stjórn og handleiðslu náms- og starfsráðgjafa.
Jafningjaráðgjafar eru nemendur úr efri bekkjum skólans sem miðla af reynslu sinni til þeirra sem eru skemmra á veg komnir í námi.
Viðfangsefni jafningjaráðgjafa er t.d. að:
- veita nemendum aukna þjónustu og val á samnemendaráðgjöf.
- vera nemendum innan handar á skólaskemmtunum.
- veita nýnemum upplýsingar um deildir og einstakar námsgreinar.
- skipuleggja háskólakynningar
- skipuleggja stoðtíma í einstökum greinum.
