Við óskum Katrínu Ósk í 6.U innilega til hamingju með styrkinn sem hún fékk úr Minningarsjóði Önnu Claessen la Cour. Styrkurinn er veittur nemendum sem ætla að fara í nám til Danmerkur og njóta nemendur  úr MR forgangs við úthlutun styrkjanna.

Katrín Ósk ætlar að fara í Vallekilde Højskole sem er lýðháskóli á Sjálandi. Þar mun hún fara á námsbraut sem kallast „Event og lederskab“ þar sem hún mun meðal annars læra að skipuleggja og halda utan um stóra viðburði og verkefni.