Málabraut MR – Lykill að atvinnulífi framtíðarinnar

Tungumál eru ekki orðin tóm heldur fela þau í sér menningu, sögu og tilfinningar. Þau eru samskiptagrunnur, auka víðsýni og efla menningarlæsi, færni sem veitir mikilvægt forskot í ört breytilegum heimi.

Menningarlæsi og tungumálakunnátta eru lykill að atvinnulífi framtíðarinnar og fátt undirbýr okkur betur undir alþjóðlegt umhverfi menningar- og atvinnulífs en nám í máladeild.

Tvær öflugar máladeildir: Nýmáladeild og fornmáladeild

Í nýmáladeild er áhersla lögð á tungumál sem töluð eru í heiminum í dag en í fornmáladeild er lögð áhersla á rótgróna evrópska menntahefð sem á rætur að rekja til Rómverja og Grikkja. Stúdentspróf af máladeild MR byggir grunn fyrir fjölbreytt háskólanám til að mynda í hugvísindum, félagsvísindum, listgreinum, lögfræði og menntavísindum.

Við kennslu erlendra tungumála í MR er lögð áhersla á að nota fjölbreyttar aðferðir og miðla til að gera námið líflegt, gagnlegt og skemmtilegt. Bekkjarkerfi MR er hvetjandi og veitir stuðning sem sést á því hve brottfall nemenda við MR er lítið.

Tungumálaþekking sem aflað er við stúdentspróf er mikilvæg þegar sérhæfðu háskólanámi lýkur og skapar samkeppnisforskot.

Brautarlýsingar gilda frá haustinu 2024.

Í þessari deild er mikil áhersla lögð á klassíska menntun í fornmálum, latínu og grísku. Auk þess er kennsla í fornfræði og málvísindum auk grunngreina máladeildar. Nemendur hafa 5 einingar í frjálsu vali.

Heiti: Áfangar: Einingar:
Danska DANS 2TO10 10
Enska ENSK 2OR09; 3HB12; 4BM12 33
Fornfræði FORN 1KB05; 2HH05 10
Gríska GRÍS 1FO08; 2MB10 18
Íslenska ÍSLE 2RB09; 3RB10; 3BB10 29
Íþróttir ÍÞRÓ 1AA02; 1AB02; 1AC01 5
Jarðfræði JARÐ 1UJ05 5
Latína LATÍ 1MÁ09; 2FO13; 3BM13 35
Málvísindi ÍSLE 2MV05 5
Saga SAGA 2EÍ08; 2MÍ04; 3AA04 16
Þriðja mál 3MÁL 1MB05; 1MB09; 2MB06; 3MB10 30
Stærðfræði STÆR 2DN05; 2LT05b 10
Tölvufræði UPPL 1RT02 2
Val 5
Einingar á braut: 213

Þrepaskipan áfanga er feitletruð í númeri áfanga á skalanum 1-4, sbr lög 92/2008 og rg. 674/2011.

Áhersla er lögð á nýmál og félagsfræði. Nemendur bæta við sig fjórða málinu, þ.e. þýsku, spænsku eða frönsku. Nemendur hafa 10 einingar í  frjálsu vali.

Heiti: Áfangar: Einingar:
Danska DANS 2TO10 10
Enska ENSK 2OR09; 3HB12; 4BM12 33
Félagsfræði FÉLA 2AA10; 3KR09 19
Íslenska ÍSLE 2RB09; 3RB10; 3BB10 29
Íþróttir ÍÞRÓ 1AA02; 1AB02; 1AC01 5
Jarðfræði JARÐ 1UJ05 5
Latína LATÍ 1MÁ09 9
Málvísindi ÍSLE2 1MV05 5
Saga SAGA 2EÍ08; 2MÍ04; 3AA04 16
Þriðja mál 3MÁL 1MB05; 1MB09; 2MB06; 3MB10 30
Fjórða mál 4MÁL 1MB12; 2MB12 24
Stærðfræði STÆR 2DN05; 2LT05b 10
Tölvufræði UPPL 1RT02 2
Val 10
Einingar á braut: 207

Þrepaskipan áfanga er feitletruð í númeri áfanga á skalanum 1-4, sbr lög 92/2008 og rg. 674/2011.

Brautir