Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir árlegri smásögukeppni á landsvísu. Í ár voru fjölmargir nemendur sem tóku þátt í keppninni innan Menntaskólans í Reykjavík og var valið á sögum vandasamt. Niðurstaðan var sú að þrjár bestu sögurnar sem fara áfram í landskeppnina voru skrifaðar af Elínu Emblu Grétarsdóttur í 5.A, Preechayu Lampa í 5. M og Ástu Kristbjörnsdóttur í 4.H. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn. Á myndinni má sjá Elínu og Ástu taka við verðlaunum en Preechayu vantar á mynd.