Flutningur yfir í Menntaský

Dagana 25. febrúar – 28. febrúar mun Menntaskólinn í Reykjavík flytja Office 365 aðgang starfsmanna og nemanda yfir í Menntaský.

Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu.

Nemendur og starfsmenn MR þurfa tengja forrit (OneDrive, Outlook,Word o.s.frv) og kerfi (t.d Inna) við Menntaskýið sem tengjast Office aðgangi þeirra.

Þegar þið skráið ykkur inn í Menntaskýið í fyrsta skipti eftir innleiðinguna þurfið þið að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum –  Menntaský-Leiðbeiningar

Hér er flýtileið í nokkrar mikilvægar leiðbeiningar:

Í kjölfar flutninganna og af öryggisástæðum verður tveggja þátta auðkenning virkjuð hjá öllum notendum. Almennt mun þetta bara eiga við þegar verið er að skrá sig inn utan skóla netsins en fyrstu vikuna er nauðsynlegt að gera þetta innan skólans líka.  Sjá leiðbeiningar hér

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með að skrá ykkur inn í Word, Excel, Teams eða Outlook þá  getið þið notað vefútgáfurnar af forritunum með því að skrá ykkur inn á www.office.com.