Ólögráða nemendur (undir 18 ára)
Ef um veikindi í heilan dag er að ræða þurfa forráðamenn að fara í INNU að morgni veikinda (eða daginn áður) og velja „skrá veikindi“ og svo staðfesta. Ef um staka veikindatíma er að ræða þarf að skrá skýringu.
Lögráða nemendur
Ef um veikindi í heilan dag er að ræða þurfa nemendur að fara í INNU að morgni veikinda (eða daginn áður) og velja „skrá veikindi“ og svo staðfesta. Ef veikindi ná yfir tvo samfellda daga eða fleiri þurfa nemendur að gera eitt af þrennu: 1) hafa að samband við Ásdísi hjúkrunarfræðing, 2) koma með staðfestingu frá forráðamanni (senda á oloferna@mr.is) eða 3) vottorð frá lækni til þess að fá veikindi staðfest í INNU.
Ólögráða nemendur (undir 18 ára)
Ef um staka tíma yfir daginn er að ræða vegna t.d. tíma hjá lækni, tannlækni, sjúkraþjálfunar, ferðar til sýslumanns, ökuprófs, jarðarfarar eða annarrar nauðsynlegrar meðferðar þá velja forráðamenn „sækja um leyfi“ (skrá skammtímaleyfi) og haka við þá tíma sem nemandinn er fjarverandi. Mikilvægt er að skrá ástæðu leyfisbeiðnar annars verður leyfið ekki samþykkt.
Aðra fjarveru úr tímum svo sem að fara í klippingu eða að vinna þurfa nemendur að bera sem fjarvistir.
Lögráða nemendur
Ef um staka tíma er að ræða vegna t.d. veikinda eða tíma hjá lækni, tannlækni, sjúkraþjálfunar, ferðar til sýslumanns, ökuprófs, jarðarfarar eða annarrar nauðsynlegrar meðferðar þá velja nemendur „sækja um leyfi“ og haka við þá tíma sem nemandinn er fjarverandi. Mikilvægt er að skrá ástæðu leyfisbeiðnar. Til þess að fá leyfið staðfest í INNU er nóg að senda skjáskot af staðfestri bókun tímans á oloferna@mr.is eða koma til kennslustjóra á 3. hæðina og sýna staðfestingu.
Aðra fjarveru úr tímum svo sem að fara í klippingu eða að vinna þurfa nemendur að bera sem fjarvistir.
Ólögráða nemendur (undir 18 ára)
Ef nemendur taka þátt í keppni eða hyggja á ferðalög innanlands jafnt sem utan þarf að senda beiðni á oloferna@mr.is EKKI í gegnum INNU. Reglur varðandi leyfi má sjá á heimasíðu skólans undir skólasóknarreglur en þar er meðal annars tekið fram í lið 8.2
8.2. Afgreiðsla vegna leyfa er með tvennum hætti. Annars vegar geta nemendur fengið leyfi án þess að fá fjarvistarstig og hins vegar með fjarvistarstigum. Hið fyrrnefnda á t.d. við um æfingar og keppni með íþróttafélögum að fenginni staðfestingu frá þeim. Hið síðarnefnda á t.d. við um fjölskylduferðir til útlanda.
Lögráða nemendur
Ef nemendur taka þátt í keppni eða hyggja á ferðalög innanlands jafnt sem utan þarf að senda beiðni á oloferna@mr.is EKKI í gegnum INNU. Reglur varðandi leyfi má sjá á heimasíðu skólans undir skólasóknarreglur en þar er meðal annars tekið fram í lið 8.2
8.2. Afgreiðsla vegna leyfa er með tvennum hætti. Annars vegar geta nemendur fengið leyfi án þess að fá fjarvistarstig og hins vegar með fjarvistarstigum. Hið fyrrnefnda á t.d. við um æfingar og keppni með íþróttafélögum að fenginni staðfestingu frá þeim. Hið síðarnefnda á t.d. við um fjölskylduferðir til útlanda.