Minningarsjóður Önnu Claessen la Cour veitir íslensku námsfólki styrki til að stunda framhaldsnám í Danmörku. Nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík njóta einkum þessara styrkja, en Anna varð stúdent frá MR árið 1933, tæplega 18 ára að aldri.
Umsóknarfrestur er til 15. október 2021.
Umsóknir ber að stíla á formann sjóðsstjórnarinnar og senda rafrænt:
Anna Claessen la Cour Fond
hr. advokat Niels Kahlke formand
Köbmagergade 3 1150 Köbenhavn K Danmark Tlf. 33 12 25 50
fonde@kahlke.dk – www.kahlke.dk
Ekki eru sérstök umsóknareyðublöð, en eðlilegt að hafa til hliðsjónar venjuleg eyðublöð fyrir slíkar styrkumsóknir.
- Lagt er í mat umsækjenda hvaða gögn þeir láta fylgja til að vekja traust á umsókn sinni. Þar koma einkum til greina upplýsingar um námsferil, prófskírteini, lýsing á námi sem ætlunin er að stunda, staðfesting á skólavist (ef fengin er) og meðmæli.
2. Umsóknin þarf að vera á dönsku (sjóðurinn er danskur).
Í sjóðsstjórn sitja Niels Kahlke, málflutningsmaður, formaður; Ólafur Egilsson fv. sendiherra og Böðvar Guðmundsson, rithöfundur.