Í þessari viku stendur Catamitus fyrir hinsegingleði með ýmsum viðburðum og endar gleðin í samsöng með hinsegin þema. Þar verða sungin lög um og eftir hinsegin fólk. Öll eru hvött til að mæta í litríkum fötum á föstudaginn og syngja sig hás.

Menntaskólinn í Reykjavík styður heilshugar réttindabaráttu hinsegin fólks og ítrekar að hér eru ekki liðnir fordómar né hatursorðræða.

Gleðilega hinsegin viku.