Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík boðar til aðalfundar á Sal Menntaskólans í Reykjavík mánudaginn 5. júní klukkan 17:00. Dagskrá samkvæmt samþykktum:

  • Formaður setur fundinn·
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram til umræðu
  • Framlagning ársreikninga til umræðu og samþykktar
  • Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins
  • Aðrar tillögur rétt fram bornar
  • Kosning 9 stjórnarmanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál

Einfaldur meirihluti félagsmanna ræður úrslitum mála á aðalfundi.

Samþykktir félagsins má sjá hér (http://hollvinirmr.is/index.php/samthykktir).

Framboðsfrestur rennur út sjö dögum fyrir aðalfund. Tillögur sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.

Rétt til setu hafa allir stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Reykjavík, 17. maí 2023