Afreksíþróttir – metnar til eininga
Nemendum Menntaskólans í Reykjavík, sem eru afreksmenn í íþróttum, gefst kostur á að sækja um að afrek þeirra séu metin til eininga.
Það sem miðað er við þegar afrek eru skilgreind er að viðkomandi:
- Eigi sæti í A-landsliði. Getur verið metið til allt að 10 eininga.
- Eigi sæti í Unglingalandsliði eða forvali að A-landsliði. Getur verið metið til allt að 5 eininga.
Hægt er að sækja um einu sinni á skólagöngunni. Hafi viðkomandi nemandi náð því að hækka sig um sæti frá U-landsliði eða forvali að A-landsliði upp í sæti í A-landsliði getur hann sótt um aðrar 5 einingar sbr. ofanskráð. Skilyrði fyrir samþykkt umsóknar er að nemandi stundi íþróttir í hefðbundnum tímum í skólanum. Hinsvegar getur nemandinn mögulega sleppt valgrein/um á lokaári eða útskrifast með fleiri einingar ef engar valgreinar eru á hans braut
Hægt er að fylla út umsóknareyðublað rafrænt. Þar eru einnig upplýsingar um fylgiskjöl sem þurfa að fylgja frá þjálfara/félagi sem og sérsambandi til að hægt sé að staðfesta umsókn. Þeim fylgiskjölum er annaðhvort skilað á rafrænu formi eða sem útprentuðum skjölum til konrektors eða fagstjóra í íþróttum (einar@mr.is og agust@mr.is).