Náms- og starfsráðgjöf
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa Menntaskólans í Reykjavík er að standa vörð um velferð nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans. Námsráðgjafar veita ráðgjöf um ýmis mál sem tengjast námi, náms- og starfsvali og persónulegum högum nemenda. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa í trúnaði.
Nemendur geta bókað tíma hjá náms- og starfráðgjafa í gegnum Innu eða með því að senda tölvupóst.
Það er eðlilegt að þurfa að fást við vandamál, áhyggjur og erfiðleika. Það er sjálfsagt að leita sér upplýsinga, stuðnings og aðstoðar. Við hvetjum nemendur og foreldra til að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa ef upp koma vandamál í náminu, persónuleg vandamál, áföll eða annað sem getur haft áhrif á velferð nemenda eða námsframvindu þeirra.
Námsráðgjafar skólans eru:
Anna Katrín Ragnarsdóttir
Viðtalstímar eru: Mán – fim 9-14 og fös 9-13 eða eftir samkomulagi
Sími: 545 1900
Netfang: annakatrin@mr.is
Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir
Viðtalstímar eru: fim 9-15.30 og fös 9-15 eða eftir samkomulagi
Sími: 545 1900
Netfang: arnbjorgosp@mr.is