Leitir.is

Safnagáttin leitir.is veitir upplýsingar um og aðgang að, margs konar vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni frá íslenskum bóka-, ljósmynda-, lista- og minjasöfnum.

Að auki er rafrænn aðgangur að fjölda fræðigreina úr erlendum gagnasöfnum í gegnum landsaðgang á hvar.is.

Efnið er ákaflega fjölbreytt, allt frá bókum og tímaritgreinum, myndefni og ljósmyndum, til þjóðhátta og örnefna svo dæmi séu tekin.

Í græna viðmótinu Leit í leitir.is er leitað úr Gegni (auk þess er hægt að leita í Sarpi, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Akraness, Hirslu Landsspítalans, Skemmunni og rafrænu bókasafni Norrænu Afrikustofnunarinnar).