Rýmingaráætlun
Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang skal unnið samkvæmt eftirfarandi rýmingaráætlun.
Athugið að brunakerfið er tengt slökkvistöð.
- Rektor/konrektor stýrir aðgerðum, er samskiptaaðili við almannavarnir/slökkvilið, lögreglu og fjölmiðla.
- Umsjónarmaður fasteigna/öryggistrúnaðarmaður 1 sér um að kanna brunaboð, athuga eldsupptök og slökkva á kerfi þegar við á.
- Konrektor/öryggistrúnaðarmaður 2 kannar rýmingu húsnæðis, lokar brunahólfum og kannar biðsvæði hreyfihamlaðra.
- Kennslustjóri/Skrifstofustarfsmaður 1 sér um nemendabókhald eftir rýmingu.
- Verkefnastjóri/Skrifstofustarfsmaður 2 sér um að halda viðburðaskráningu.
Hlutverk kennara og annarra starfsmanna (t.d. á bókasafni, við námsráðgjöf, á skrifstofu) við eldsvoða eða aðra vá:
- Kennari vísar nemendum úr stofu á næstu opnu útgönguleið. Kennari þarf að kanna hvaða leið er fær. Ef reykur er á flóttaleið skal velja næstu flóttaleið. Ekki nota lyftur. Gólf og veggir geta verið brotin eftir jarðskjálfta.
- Kennari leiðir hópinn niður á skólalóð og lokar á eftir sér.
- Kennari kannar hvort einhver þurfi hjálp á leið út, t.d. ef viðkomandi er í hjólastól, með hækjur, vegna veikinda eða vegna slyss eftir vá og fylgja viðkomandi út eða að biðsvæði þegar við á (ekki má nota lyftu, fá skal nemendur til þess að bera út hjólastól ef með þarf).
- Kennari safnar nemendum saman og fer með þá á viðeigandi stað neðarlega á skólalóð (sjá spjald í hverri stofu).
- Kennarar hjálpast að við að tryggja að útgönguleiðir teppist ekki.
- Slökkviliðið/Almannavarnir/lögregla kemur á staðinn og stýrir aðgerðum ásamt rektor
- Ef veður er vont skal fara með nemendur í húsaskjól um leið og rektor/stjórnandi aðgerða gefur leyfi. Hugsanleg húsaskjól eru önnur hús skólans, sem eru ekki í hættu, strætisvagnar eða verslunar- og veitingastaðir í nágrenninu.
Kynntu þér eftirfarandi:
- Rýmingaráætlun hvers húss sem þú kennir í.
- a) Tvær flóttaleiðir eða fleiri í hverju húsi.
- b) Bið- og söfnunarsvæði.
- Útgönguleiðir.
- Staðsetningu og notkun brunaboða.
- Annan neyðarbúnað sem er til staðar, t.d. sjúkrakassa.
Rýming á Gamla skóla
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr sem eru tvöfaldar.
- Bakdyr sem eru einfaldar.
- Neyðarstigar eru tveir úr Hátíðarsal á annarri hæð, báðir austan megin.
- Neyðarstigi er úr kennarastofu á annarri hæð og annar í innra herbergi á bak við sófann.
- Neyðarstigi er á þriðju hæð í norðurenda í glugga við enda gangsins.
- Aðrar flóttaleiðir eru út um glugga á jarðhæð. Slökkvilið kemur með stiga að gluggum á öðrum hæðum þar sem þess er þörf.
Nemendur safnast saman á túni fyrir framan Gamla skóla.
Söfnunarsvæði 2: Við útitafl fyrir framan Bernhöftstorfu.
Rýming á Fjósi
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr.
- Út um glugga.
Rýming á Íþöku
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr
- Dyr að Bókhlöðustíg.
- Út um glugga.
- Brunastigi er norðan megin á efri hæð.
Nemendur safnast saman á túni fyrir framan Gamla skóla.
Söfnunarsvæði 2: Við útitafl fyrir framan Bernhöftstorfu.
Rýming á Casa nova
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr út á bílastæði kennara við Casa nova.
- Dyr við hringstiga út á Bókhlöðustíg.
- Í gegnum tengibyggingu að dyrum út á Þingholtsstræti.
- Aðrar flóttaleiðir eru út um glugga á jarðhæð. Slökkvilið kemur með stiga að gluggum á efri hæðum þar sem þess er þörf.
Nemendur safnast saman á túni fyrir framan Gamla skóla.
Söfnunarsvæði 2: Við útitafl fyrir framan Bernhöftstorfu.
Rýming á Elísabetarhúsi
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr út á Þingholtsstræti.
- Í gegnum tengibyggingu að dyrum við hringstiga út á Bókhlöðustíg eða aðalinngang í Casa nova.
- Aðrar flóttaleiðir eru út um glugga á jarðhæð og dyr í jarðfræðistofu. Slökkvilið kemur með stiga að gluggum á efri hæðum þar sem þess er þörf.
Nemendur safnast saman á túni fyrir framan Gamla skóla.
Söfnunarsvæði 2: Við útitafl fyrir framan Bernhöftstorfu.
Rýming á tengibyggingu milli Casa nova og Elísabetarhúss
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr út á Þingholtsstræti.
- Dyr við jarðfræðistofu.
- Um aðalinngang eða dyr út á Bókhlöðustíg í Casa nova.
- Aðrar flóttaleiðir eru út um glugga á jarðhæð. Slökkvilið kemur með stiga að gluggum á annarri hæð þar sem þess er þörf.
Nemendur safnast saman á túni fyrir framan Gamla skóla.
Söfnunarsvæði 2: Við útitafl fyrir framan Bernhöftstorfu.
Rýming á íþróttahúsi
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr út á bílastæði kennara við Casa nova.
- Neyðarútgangur úr sal.
Nemendur safnast saman á túni fyrir framan Gamla skóla.
Söfnunarsvæði 2: Við útitafl fyrir framan Bernhöftstorfu.
Rýming á Austurstræti 17
Útgönguleiðir eru:
- Aðaldyr að Austurstræti.
- Af 5. og 6. hæð um neyðarútganga og neyðarstiga niður í port við Kolasund.
- Um neyðarútgang á hverri stofu og neyðarstiga niður í port við Kolasund.
Nemendur safnast saman í Hafnarstræti við hús nr. 16 og í Austurstræti við hús nr. 16.
Söfnunarsvæði 2: Lækjartorg.
Viðbrögð við náttúruvá
Skólinn fylgist með ráðleggingum frá Almannavörnum varðandi náttúruvá og hlítir þeim fyrirmælum í hvívetna.