Menntaskólinn í Reykjavík er bekkjaskóli þar sem nemendur velja sér námsbraut og deild eftir áhugasviði sínu.
Námsframboð er fjölbreytt því að í mörgum námsgreinum eru framsetning námsefnis og áherslur sérsniðnar fyrir hverja námsbraut. Nemendur í bekk eru saman í langflestum námsgreinum og tvö seinustu námsárin haldast bekkir óbreyttir en þar myndast oft skemmtilegur bekkjarandi og vináttubönd sem slitna seint.
Skólinn er ein elsta stofnun á Íslandi og á sér merka sögu. Hann er þekktur fyrir að veita nemendum sínum gott veganesti út í lífið og leggja góðan grunn að háskólanámi.
Skólinn veitir alhliða menntun á flestum sviðum bóklegra greina.
Meginnámsbrautir í skólanum eru tvær, málabraut og náttúrufræðibraut sem greinast í samtals átta deildir.