Tvær máladeildir
Tvær öflugar máladeildir eru í MR: Nýmáladeild og fornmáladeild. Í nýmáladeild er áhersla lögð á tungumál sem töluð eru í heiminum í dag en í fornmáladeild er lögð áhersla á rótgróna evrópska menntahefð sem á rætur að rekja til Rómverja og Grikkja.
Við kennslu erlendra tungumála í MR er lögð áhersla á að nota fjölbreyttar aðferðir og miðla til að gera námið líflegt, gagnlegt og skemmtilegt.
Stúdentspróf af máladeild MR byggir grunn fyrir fjölbreytt háskólanám til að mynda í hugvísindum, félagsvísindum, listgreinum, lögfræði og menntavísindum.

