Innritun fer fram á vorin í gegnum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Inntökuskilyrði

Nemendur geta valið um að stunda nám á málabraut eða náttúrufræðibraut.

Litið er til einkunna í íslensku, ensku, stærðfræði, og dönsku (norðurlandamáli) inn á málabraut og hafa einkunnir í íslensku og ensku tvöfalt vægi.

Litið er til einkunna í íslensku, stærðfræði, ensku og náttúrugreinum inn á náttúrufræðibraut og hafa einkunnir í íslensku og stærðfræði tvöfalt vægi.

Æskilegt er að nemendur hafi hlotið a.m.k. einkunnina B+ í íslensku og ensku inn á málabraut og í íslensku og stærðfræði inn á náttúrufræðibraut.

Gögn nemenda sem koma erlendis frá og hafa ekki vitnisburð frá íslenskum grunnskóla verða metin sérstaklega.

Bekkjaskóli

MR er þriggja ára bekkjaskóli. Á fyrsta ári eru bekkjum skipt upp eftir því hvort nemendur eru á málabraut eða náttúrufræðibraut. Í lok fyrsta árs velja nemendur á málabraut annað hvort fornmála- eða nýmáladeild en nemendur á náttúrufræðibraut velja á milli eðlisfræði- eða náttúrufræðideilda. Bekkirnir hafa sína heimastofu þar sem öll kennsla, önnur en verkleg kennsla, fer fram.

Við innritun velja allir nemendur 3. mál, valið stendur á milli frönsku, spænsku eða þýsku.

Félagslíf

Í skólanum er fjörugt félagslíf, tvö nemendafélög eru starfandi við skólann: Framtíðin og Skólafélagið. Nemendafélögin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og má meðal annars nefna að tvö leikfélög eru starfandi við skólann.

For privacy reasons YouTube needs your permission to be loaded. For more details, please see our Persónuverndarstefna.
I Accept