Við innritun í 4. bekk velja nemendur um málabraut eða náttúrufræðibraut.
Eftir 4. bekk velja málanemendur um:
- Fornmáladeild
- Nýmáladeild
en nemendur náttúrfræðibrautar velja um:
- Eðlisfræðideild I eða II
- Náttúrufræðideild I eða II.
Munurinn á I og II deildunum felst helst í því að nemendur í I deildunum hafa bundið val sem er notað til að styðja við kjarnagreinar en nemendur í II deildunum hafa frjálst val og geta þá valið 1-2 greinar af þeim valgreinum sem eru í boði í 6. bekk.