Menntaskólinn í Reykjavík

Innritun umsækjenda úr 10. bekk er lokið. Umsækjendur geta opnað umsókn sína og séð í hvaða skóla þeir hafa fengið skólavist föstudaginn 24. júní kl. 11. Hægt er að fá sendan týndan veflykil í netpósti.

Bókalistar

Fyrsta uppfærsla af bókalistum 2011– 2012 er komin á MR-vefinn. 
Tenglar í listana eru hér til hægri. Listarnir verða uppfærðir jafnóðum og það sem vantar á þá berst til umsjónarmanns.

Skólasetning

Skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst. Nemendur safnist saman fyrir framan skólann kl. 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fá nemendur stundaskrár og upplýsingar um námið framundan.

Kennsla hefst þriðjudaginn 23. ágúst skv. stundaskrá.
Hlekkir í bókalista eru hér til hægri.

Starfsmannafundur verður á Hátíðasal mánudaginn 22. ágúst kl. 10.

/Rektor