Menntaskólinn í Reykjavík

Nemendum sjötta bekkjar Menntaskólans í Reykjavík gefst kostur á að taka þátt í ritgerðasamkeppni um sérstakan gullpenna. Ef ástæða þykir til er hann afhentur við skólaslit. Þeir nemendur sjötta bekkjar, sem hafa áhuga á, sendi ritgerð til skrifstofu skólans. Gerðar eru allstrangar kröfur um frágang, mál og stíl, byggingu og efnistök. Ritgerðin á að vera 1500 til 3000 orð. Henni skal skilað í lokuðu umslagi, merkt svo: Samkeppni um gullpenna. Ritgerðinni skal fylgja dulnefni höfundar en nafn og bekkjardeild skal vera á blaði í litlu hjálögðu umslagi. Ritgerð skal skilað í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl nk.

Stjórn Gullpennasjóðs

Námskeið í stafsetningu

Námskeið í stafsetningu er haldið á þriðjudögum í stofum 8 og 10 í Casa Christi.

Landskeppni í efnafræði

Landskeppni í efnafræði fer fram 28. febrúar. Nemendur eru beðnir að skrá sig til keppni hjá sínum efnafræðikennara. Til undirbúnings landskeppni í efnafræði verður boðið upp á þjálfunartíma á miðvikudögum kl. 15-16 í stofu C251. Már Björgvinsson hefur umsjón með þessum tímum.

Stoðtímar á vormisseri

Stoðtímar í latínu fyrir nemendur í 4. og 5. bekk málabrautar eru á föstudögum kl. 15-17 í
O-stofu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Stoðtímar í efnafræði og stærðfræði á vegum nemendarágjafanna verða á mánudögum kl. 15-16 í stofu C152.