Menntaskólinn í Reykjavík

Kynning á Menntaskólanum í Reykjavík

 

Heimsóknir vormisseri 2020

Til nemenda og forráðamanna nemenda grunnskóla er hafa áhuga á að koma í heimsókn í MR á vormisseri 2020

Boðið er í heimsókn í MR á þriðjudögum kl. 15:00 á eftirfarandi dagsetningum: 4. febrúar, 11. febrúar, 18. febrúar, 25. febrúar og 3. mars.

Hægt er að taka á móti um það bil 60 manns í hvert skipti þannig að nauðsynlegt er að bóka heimsókn. Hafið samband við skrifstofu skólans í síma 545 1900.

Náms- og starfsráðgjafi skólans kynnir nám og nemendur kynna félagslíf skólans. Einnig er farið í gönguferð um húsnæðið. Heimsóknin tekur um það bil 60 mínútur.

 

Opið hús verður laugardaginn 21. mars frá 14:00 til 16:00  Opnu húsi hefur verið frestað um óákveðin tíma.