Menntaskólinn í Reykjavík

Morfís

Lið MR sigraði þriðjudaginn 12. apríl í úrslitaviðureign í Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Lið skólans keppti við lið MS fyrir fullu húsi í Háskólabíó.
Umræðuefnið var frjálshyggja og mælti lið MR með frjálshyggju en lið MS á móti. Lið skólans skipuðu Auðunn Lúthersson, 4.B, Jóhann Páll Jóhannsson, 5.A, Magnús Karl Ásmundsson, 6.R, og Ólafur Kjaran Árnason, 4.Y. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

morfis11

Mynd af mbl.is