Í gær, 14. júní, bauð sendiherra Frakklands í móttöku fyrir þá nýstúdenta sem útskrifuðust með afburðareinkunn í frönsku í framhaldsskólum landsins og forráðamenn þeirra. Lára Róbertsdóttir og Grétar Þór Halldórsson hlutu þessi verðlaun í MR.

Við óskum þeim Láru og Grétari innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni.