Niðurstöður Landskeppni í eðlisfræði 2024 liggja nú fyrir en úrslitakeppnin var haldin núna um helgina 16-17.mars í Háskóla Íslands. Nemendur frá MR voru á meðal þeirra sem lentu í fimm efstu sætunum, þeir voru

3. sæti Hrafnkell Hvanndal Halldórsson  6.X

5.sæti Todor Miljevic 6.X

Þeim verður því boðið sæti í keppnisliði Íslands sem mun keppa á Evrópukeppni (EuPhO) i sem haldnir verða í Kutaisi í Georgiu 15.-19.júlí.

Á myndinni má sjá keppendur í fimm efstu sætunum (ljósmynd: Viðar Ágústsson).