Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði var haldin á dögunum. Nemendur skólans stóðu sig með prýði í keppninni. Af 25 nemendum sem komast áfram í úrslitakeppnina eru 8 úr MR. Í mars verður úrslitakeppnin haldin í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Stigahæstu nemendunum býðst sæti í landsliðinu í líffræði sem tekur þátt í alþjóðlegri ólympíukeppni á Filippseyjum júlí 2025.

Við óskum þátttakendum til hamingju með góðan árangur í keppninni og fylgjumst spennt með framhaldinu.

Í úrslit komust (í stafrófsröð):

Aron Haraldsson           6.M

Áslaug Lilja Þorgeirsdóttir   6.S

Jóakim Uni Arnaldarson    5.X

Maciej Stefan Markowski   6.P

Magnús Thor Holloway     5.X

Merkúr Máni Hermannsson 5.X

Ólafur Björn Hansson      4.I

Sigurður Baldvin Ólafsson   6.X