Á stjórnarfundi Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík skilaði einn stjórnarmanna, Bogi Ágústsson, bók sem hann hafði fengið að láni á Íþöku þegar hann var nemandi við skólann.  Rektor veitti bókinni viðtöku og felldi í leiðinni niður áfallnar sektir á bókina.  Bókin er Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx og Friðrik Engels, frá 1949 (2 útg.)

Hollvinafélag MR stendur nú fyrir söfnun, en hollvinir hafa frá upphafi styrkt skólann til ýmissa góðra verka.  Í tilefni af 180 ára afmælis skólans 2026 hafa hollvinir styrkt ritun næsta bindis af Sögu Reykjavíkurskóla.  Bindið mun fjalla um skólalíf frá miðjum níunda áratug til 2016/2017.  Skólinn er afar þakklátur þeim hlýhug sem honum er sýndur af hollvinum og öðru velvildarfólki.

Nú er komin valgreiðsla í heimabankann hjá hollvinum MR og skólinn er afar þakklátur fyrir framlag þeirra sem sjá sér það fært. Athugið að skráning á ‚bannlista‘ við markaðshringingum hjá þjóðskrá veldur því að ekki er hægt að senda viðkomandi valgreiðslu í heimabanka.  Fyrir þau sem eru merkt þannig en vilja styrkja Hollvinafélagið, má leggja beint inn á reikning Hollvinafélagsins:  512-14-402158, kennitala 650214-0720, upphæð 6900,-.