Af öryggisástæðum verður tveggja þátta auðkenning virkjuð hjá öllum starfsmönnum og nemendum Menntaskólans í Reykjavík þann 27. Febrúar
Allir munu fá tilkynningu við innskráningu um að ljúka þurfi uppsetningu á tveggja þátta auðkenningu. Flestir þekkja til tveggja þátta auðkenningar (heimabankar, Gmail o.s.frv) og þið veljið þá leið sem ykkur finnst best að nota (fá sent SMS í síma, nota ákveðið app eða aðra leið). Athugið að þessa uppsetningu þarf aðeins að gera einu sinni
Frá 7. mars og ef notandi er búinn að setja upp tveggja þátta auðkenningu þá þarf einungis auðkenna sig með tveggja þátta auðkenningu utan skóla netsins. Fyrstu dagana verður þó þörf á að auðkenna sig einnig á skóla netinu en það er gert til að sem flestir fái áminninguna um að skrá sig í tveggja þátta auðkenningu. Þetta á við alls staðar sem þú skráir þig inn á aðganginn þinn,þ.e símanum, einkatölvu eða á skólatölvum.
Sjá frekar: Leiðbeiningar fyrir uppsetningu og innskráningu tveggja þátta auðkenningar.