Sérúrræði í jóla- og vorprófum

Nemendur sem eru með greiningu á sértækum námsörðugleikum, hafa búið lengi erlendis, tala íslensku sem annað tungumál eða eru tvítyngdir geta sótt um eftirfarandi í jóla- og vorprófum:

  • Lengri próftíma
  • Lituð blöð
  • Upplestur (talgervill) á prófum í erlendum tungumálum

Ef nemandi telur sig þurfa á sérúrræðum að halda vegna annarra vandkvæða þarf að koma í viðtal í náms- og starfsráðgjafa.

Svona sækir nemandi um sérúrræði:

  1. Sendir tölvupóst til námsráðgjafa og pantar viðtalstíma.
  2. Í viðtali hjá námsráðgjafa fyllir nemandi út umsókn og skilar inn gögnum til rökstuðnings fyrir sérúrræðum.
  3. Námsráðgjafi samþykkir og skráir.

Athugið:

  • Ekki er þörf á að skila greiningunum sjálfum, vottorð frá sérfræðingi um að nemandi þurfi á sérúrræði að halda er nægjanlegt.
  • Nemandi sem er í greiningarferli en er ekki kominn með greiningu getur sótt um sérúrræði.
  • Þegar búið er að skrá sérúrræði fyrir nemanda einu sinni haldast þau inni allan námstímann nema að nemandi óski eftir öðru.

Umsóknarfrestur:

  • Frestur til þess að sækja um sérúrræði í jólaprófum er til og með 15. október.
  • Frestur til að sækja um sérúrræði í vorprófum er til og með 25. janúar.
  • Ekki er þörf á að sækja um aftur ef nemandi hefur áður fengið sérúrræði í prófum.