Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn 4. júní 2024

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn þriðjudaginn 4. júní á Sal Menntaskólans kl. 17:00. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Benedikt Jóhannesson  formaður og meðstjórnendur eru Halldór Kristjánsson, Brynjólfur Jónsson, Kristín Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Bogi Ágústsson, Yngvi Pétursson, Kristrún Heimisdóttir og Svana Helen Björnsdóttir.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Dagskrá fundarins

  • Formaður setur fundinn·
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram til umræðu
  • Framlagning ársreikninga til umræðu og samþykktar
  • Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins
  • Aðrar tillögur rétt fram bornar
  • Kosning níu stjórnarmanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál