Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 16. apríl.
Verðlaunahafar í 8. bekk eru:
| Sæti | Nafn og skóli |
| 1. | Alexander Arnar Björnsson Vogaskóla |
| 2. | Sólveig Freyja Hákonardóttir Smáraskóla |
| 3. | Hákon Árni Heiðarsson Garðaskóla |
| 4. | Jannika Jónsdóttir Hagaskóla |
| 5.-7. | Björn Höjgaard V. Steinsson Hagaskóla |
| 5.-7. | Jónas Jökull Sigurjónsson Laugalækjaskóla |
| 5.-7. | Sara Björt Ámundadóttir Vogaskóla |
| 8. | Tryggvi Kristinn Sveinbjörnsson Hagaskóla |
| 9.-10. | Einar Helgi Dóruson Árbæjarskóla |
| 9.-10. | Haraldur Áss Liljuson Hagaskóla |
Verðlaunahafar í 9. bekk eru:
| Sæti | Nafn og skóli |
| 1. | Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir Garðaskóla |
| 2. | Daði Logason Laugalækjaskóla |
| 3. | Einar Tryggvi Petersen Árbæjarskóla |
| 4.-5. | Heiðrún María Guðmundsdóttir Réttarholtsskóla |
| 4.-5. | Stefán Garðar Stígsson Hagaskóla |
| 6. | Matthías Máni Þorsteinsson Foldaskóla |
| 7. | Victor Pétur Sánchez-Brunete Hagaskóla |
| 8. | Davíð Freyr Magnússon Hagaskóla |
| 9. | Ólafur Björn Hansson Valhúsaskóla |
| 10.-11. | Lóa Margrét Gunnarsdóttir Laugalækjaskóla |
| 10.-11. | Þorsteinn Snæland Réttarholtsskóla |
Verðlaunahafar í 10. bekk eru:
| Sæti | Nafn og skóli |
| 1. | Höskuldur Tinni Einarsson Hlíðaskóla |
| 2. | Mikael Nói Richter Smáraskóla |
| 3. | Matthías Guðni Elínarson Suðurhlíðaskóla |
| 4.-6. | Erlingur Ólafsson Foldaskóla |
| 4.-6. | Jóakim Uni Arnaldsson Hagaskóla |
| 4.-6. | Thor Kárason Valhúsaskóla |
| 7.-8. | Iðunn Helgadóttir Landakotsskóla |
| 7.-8. | Magnús Thor Holloway Hlíðaskóla |
| 9.-11. | Benedikt Björgvinsson Garðaskóla |
| 9.-11. | Elsa Kristín Arnaldardóttir Garðaskóla |
| 9.-11. | Merkúr Máni Hermannsson Austurbæjarskóla |
Athöfnin var afar vel sótt og var salurinn þétt setinn.
Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í MR þriðjudaginn 14. mars. Alls tóku 359 nemendur úr 18 grunnskólum þátt í keppninni úr 8., 9. og 10. bekk eða um 120 í hverjum árgangi og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var nú haldin í 18. skipti í Menntaskólanum í Reykjavík en keppnin var síðast haldin fyrir fjórum árum vegna ýmissa takmarkana. Sólveig G. Hannesdóttir rektor bauð gesti velkomna og sagði lítið eitt frá sögu skólans. Úlfar Freyr Sigurgeirsson nemandi í 6.S flutti fjörugt lag á flygil áður en Einar Guðfinnsson fagstjóri í stærðfræði og Bjarni Gunnarsson stærðfræðikennari afhentu verðlaun og viðurkenningar. Nemendur í 10-11 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og reiknivél af gerðinni Casio frá Heimilistækjum en þrír efstu á hverju stigi fengu einnig peningaverðlaun frá Arionbanka. Rektor þakkaði stærðfræðikennurum fyrir skipulagningu athafnarinnar og umsjón með framkvæmd keppninnar, 5. og 6. bekkingum fyrir aðstoð við yfirsetu í keppninni og Arionbanka fyrir að styrkja keppnina. Einnig þakkaði hann fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna sem tóku þátt og síðast en ekki síst grunnskólanemendum fyrir þátttökuna.