Dimission fór fram í dag í frábæru veðri en þá kveðja nemendur 6.bekkjar skólann. Dagurinn byrjaði í heimastofu hvers bekkjar þar sem nemendur kveðja umsjónarkennara sinn. Þá tekur við athöfn á Sal þar sem rektor ávarpar nemendur og formenn nemendafélaganna setja eftirmann sinn í embætti. Nemendur syngja nokkur lög og ganga að nýju til heimastofu þar sem fleiri kennarar eru kvaddir. Deginum lýkur um klukkan 11 þar sem nemendur ganga út úr skólanum við dynjandi tónlist meðan kennarar og aðrir nemendur standa heiðursvörð. Þá tekur gleðin við hjá stúdentsefnum,  en framundan er próflestur.  Myndir teknar af Trausta Þorgeirssyni