Það er alltaf gaman að fá góðar fréttir af fyrrverandi nemendum.
Á mánudaginn tóku 4 fyrrverandi nemendur Menntaskólans í Reykjavík, þeir Arnór Daði Rafnsson, Hilmir Vilberg Arnarsson, Jón Valur Björnsson og Tómas Helgi Harðarson tóku við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Arnór Daða, Hilmi Vilberg og Tómas Helga ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Myndin var tekin við afhendingu styrkjanna.