- Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 25. febrúar. Alls tóku 88 nemendur þátt, úr fimm skólum.
Sigurvegari 20. Almennu landskeppninnar í efnafræði er Oliver Sanchez, nemandi við MH, en hann hlaut 67 stig af 100 mögulegum. Meðalstigafjöldi allra keppenda var 30,9 stig.
14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 20.-21. mars næstkomandi (nánari tímasetningn verður gefin út síðar). Þessir nemendur eru:
1. | Oliver Sanchez | MH |
2. | Jón Valur Björnsson | MR |
3. | Vigdís Selma Sverrisdóttir | MR |
4. | Helga Björg Þorsteinsdóttir | Kvennó |
5.-6. | Telma Jeanne Bonthonneau | MH |
5.-6. | Daníel Heiðar Jack | MR |
7.-8. | Ísak Hugi Einarsson | MR |
7.-8. | Matthildur María Magnúsdóttir | MR |
9.-10. | Viktor Már Guðmundsson | MR |
9.-10. | Kári Hlynsson | MR |
11. | Katrín Ósk Einarsdóttir | MR |
12. | Dagur Björn Benediktsson | MR |
13. | Kristján Sölvi Örnólfsson | MR |
14. | Guðrún Erna Einarsdóttir | MR |
Til hamingju með góðan árangur!
Fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður á Íslandi dagana 19.-23. júlí og 53. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður gegnum netið frá Japan, dagana 24. júlí – 2. ágúst.