Skólinn er opnaður klukkan 7:30 og er opinn þangað til að kennslu lýkur.
Skrifstofa skólans er á 1. hæð og er opin milli 8:15 og 14:15
Ólögráða nemendur (undir 18 ára)
Veikindi
Ef um veikindi í heilan dag er að ræða þurfa forráðamenn að fara í INNU að morgni veikinda (eða daginn áður) og velja „skrá veikindi“ og svo staðfesta. Ef um staka veikindatíma er að ræða þarf að skrá skýringu.
Leyfi
Ef um staka tíma yfir daginn er að ræða vegna t.d. tíma hjá lækni, tannlækni, sjúkraþjálfunar, ferðar til sýslumanns, ökuprófs, jarðarfarar eða annarrar nauðsynlegrar meðferðar þá velja forráðamenn „sækja um leyfi“ (skrá skammtímaleyfi) og haka við þá tíma sem nemandinn er fjarverandi. Mikilvægt er að skrá ástæðu leyfisbeiðnar annars verður leyfið ekki samþykkt. Aðra fjarveru úr tímum svo sem að fara í klippingu eða að vinna þurfa nemendur að bera sem fjarvistir.
Leyfi vegna ferðalaga eða keppni
Ef nemendur taka þátt í keppni eða hyggja á ferðalög innanlands jafnt sem utan þarf að senda beiðni á oloferna@mr.is EKKI í gegnum INNU. Reglur varðandi leyfi má sjá á heimasíðu skólans undir skólasóknarreglur en þar er meðal annars tekið fram í lið 8.2
8.2. Afgreiðsla vegna leyfa er með tvennum hætti. Annars vegar geta nemendur fengið leyfi án þess að fá fjarvistarstig og hins vegar með fjarvistarstigum. Hið fyrrnefnda á t.d. við um æfingar og keppni með íþróttafélögum að fenginni staðfestingu frá þeim. Hið síðarnefnda á t.d. við um fjölskylduferðir til útlanda.
Lögráða nemendur
Veikindi
Ef um veikindi í heilan dag er að ræða þurfa nemendur að fara í INNU að morgni veikinda (eða daginn áður) og velja „skrá veikindi“ og svo staðfesta. Ef veikindi ná yfir tvo samfellda daga eða fleiri þurfa nemendur að gera eitt af þrennu: 1) hafa að samband við Ásdísi hjúkrunarfræðing, 2) koma með staðfestingu frá forráðamanni (senda á oloferna@mr.is) eða 3) vottorð frá lækni til þess að fá veikindi staðfest í INNU.
Leyfi
Ef um staka tíma er að ræða vegna t.d. veikinda eða tíma hjá lækni, tannlækni, sjúkraþjálfunar, ferðar til sýslumanns, ökuprófs, jarðarfarar eða annarrar nauðsynlegrar meðferðar þá velja nemendur „sækja um leyfi“ og haka við þá tíma sem nemandinn er fjarverandi. Mikilvægt er að skrá ástæðu leyfisbeiðnar. Til þess að fá leyfið staðfest í INNU er nóg að senda skjáskot af staðfestri bókun tímans á oloferna@mr.is eða koma til kennslustjóra á 3. hæðina og sýna staðfestingu. Aðra fjarveru úr tímum svo sem að fara í klippingu eða að vinna þurfa nemendur að bera sem fjarvistir.
Leyfi vegna ferðalaga eða keppni
Ef nemendur taka þátt í keppni eða hyggja á ferðalög innanlands jafnt sem utan þarf að senda beiðni á oloferna@mr.is EKKI í gegnum INNU. Reglur varðandi leyfi má sjá á heimasíðu skólans undir skólasóknarreglur en þar er meðal annars tekið fram í lið 8.2
8.2. Afgreiðsla vegna leyfa er með tvennum hætti. Annars vegar geta nemendur fengið leyfi án þess að fá fjarvistarstig og hins vegar með fjarvistarstigum. Hið fyrrnefnda á t.d. við um æfingar og keppni með íþróttafélögum að fenginni staðfestingu frá þeim. Hið síðarnefnda á t.d. við um fjölskylduferðir til útlanda.
Íþaka er opin milli 8 og 16.
Lesaðstaða fyrir nemendur á efri hæð Íþöku.
Umsjónarkennarar fylgjast með framvindu náms hjá sínum umsjónarnemendum. Þeir boða nemendur í viðtöl til að fylgjast með námi og líðan.
Forrráðamenn geta óskað eftir fundum með umsjónarkennurum eða námsráðgjöfum ef þeir vilja nánari upplýsingar um námsframvindu barna sinna.
Skólinn notar upplýsingakerfið Innu til að halda utan um mætingu og framvindu náms hjá nemendum. Þeir sem skráðir eru forráðamenn nemenda hafa aðgang í gegnum rafræn skilríki. Forráðamenn geta sjálfir leiðrétt upplýsingar sem þar eru t.d. breytt netfangi eða símanúmerum.
Aðgangur forráðamanna rennur út þegar nemandinn verður 18 ára. Athugið að nemendur geta framlengt aðgang forráðamanna í Innu. Það er gert með því að smella á myndina af nemandanum efst í hægra horni, velja „Ég“ og síðan „Aðstandendur“. Ef það er „Nei“ í reitnum „Aðgangur“ þá hefur aðstandandi ekki aðgang. Því er breytt með því að smella á blýantinn.
Nemendum skólans er skylt að sækja allar kennslustundir samkvæmt stundaskrá og koma stundvíslega í hverja kennslustund.
Gefin er einkunn fyrir skólasókn í 4. og 5. bekk. Forföll nemanda eru reiknuð sem hlutfall af heildartímafjölda hvers misseris. Einkunn er ákvörðuð samkvæmt eftirfarandi einkunnastiga:
Skólasóknarhlutfall í % | Einkunn | Athugasemd (sjá 5.1-5.2) |
97-100 | 10 | |
95-96 | 9 | |
93-94 | 8 | |
91-92 | 7 | |
89-90 | 6 | |
87-88 | 5 | Viðvörun |
85-86 | 3 | Rektorsáminning |
80-84 | 1 | |
<80 |
Einkunn fyrir skólasókn vetrarins er talin með lokaeinkunnum í námsgreinum þegar aðaleinkunn á ársprófi er reiknuð. Skólasóknareinkunn vetrarins er meðaltal skólasóknareinkunna haust- og vormisseris.
Nemendur 6. bekkjar fá ekki skólasóknareinkunn en viðvistarhlutfall síðasta árið er skráð á stúdentsskírteini þeirra.
Nemendum ber sjálfum að fylgjast með skólasókn sinni. Upplýsingar um hana er að finna í Innu, upplýsingakerfi framhaldsskólanna, sem nemendur hafa aðgang að. Ef nemendur telja eitthvað athugavert við viðveruskráninguna þarf að gera athugasemd eigi síðar en 3 vikum eftir skráningu. Slóðin er Inna.is og má finna á mr.is.
Ef nemendur taka þátt í keppni eða hyggja á ferðalög innanlands jafnt sem utan þarf að sækja um leyfi með því að senda tölvuoóst til kennslustjóra (oloferna@mr.is). Ekki á að senda tölvupóstinn í gegnum INNU. Kennslustjóri sér um að tilkynna nemendum um afgreiðslu leyfisbeiðnar.
Ef forráðamenn hafa áhyggjur af námsframvindu nemenda þá er best að byrja á því að hafa samband við umsjónarkennara.
Ef nemendur gleyma lykilorðum sínum fyrir tölvukerfi skólans er hægt að búa til nýtt lykilorð á: https://lykilord.menntasky.is/
Námsráðgjafar veita ráðgjöf um ýmis mál sem tengjast námi, náms- og starfsvali og persónulegum högum nemenda. Tveir námsráðgjafar starfa við skólann, þær Anna Katrín (annakatrin@mr.is) og Arnbjörg Ösp (arnbjorgosp@mr.is).
Kennslustjóri sér um mætingu, veikindi og forföll (oloferna@mr.is).
Konrektor sér um mat á námi úr öðrum skólum, brautarskipti og annað sem við kemur breytingum á námsferli (traustith@mr.is).
Foreldrafélagið starfar með skólanum sem tengiliður við foreldra. Það stendur fyrir kynningar-og umræðufundum um ýmis mál er varða foreldra.
Á síðu foreldrafélagsins má meðal annars kynna sér hverjir eru í stjórn félagsins og sjá fundargerðir.