Ágætu nemendur,
ég vil byrja á því að hrósa ykkur fyrir æðruleysi og dugnað sem þið hafið sýnt undanfarnar vikur. Við þurfum að halda áfram í því að virða sóttvarnir og getum áreiðanlega öll bætt hegðun okkar og skerpt enn frekar á sóttvörnum. Þrátt fyrir töluverða aukningu smitaðra úti í samfélaginu þá látum við ekki deigan síga og stefnum ótrauð á að þið komist öll í skólann sem fyrst.
Ég ítreka þau fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda að þið haldið ykkur heima ef þið sýnið einhver flensueinkenni. Enda þýðir það ekki að þið missið úr kennslunni, þið getið þá samt fylgst með kennslunni á TEAMS. Látið þá Ólöfu Ernu vita (oloferna@mr.is).
Ef þið þurfið að fara í sóttkví er mjög áríðandi að þið látið skólann fá þær upplýsingar. Við þurfum að vera upplýst ef grípa þarf til ráðstafana.
Bæði má hringja á skrifstofuna og senda tölvupóst á mr@mr.is eða til stjórnenda:
Elísabet Siemsen, rektor rektor@mr.is / elisabet@mr.is
Einar Hreinsson, konrektor einar@mr.is
Ólöf Erna Leifsdóttir, kennslustjóri oloferna@mr.is
Kær kveðja og góða helgi,
Elísabet