Skrifstofa skólans er staðsett á fyrstu hæð í gamla skóla og er opin alla virka daga milli 8 og 15.

Á skrifstofu eru veittar allar almennar upplýsingar.

Skólavottorð og vottorð vegna skattalækkunar, staðfesting á námslokum og afrit af stúdentseinkunnum vegna skólaumsókna erlendis eru gefin út á skrifstofu.

Skrifstofan veitir einnig upplýsingar um styrki til nemenda.

Umsóknum um undanþágur eða leyfi ber að skila á sérstökum eyðublöðum á skrifstofu skólans.

Athugið að starfsfólk skrifstofu tekur ekki við tilkynningum um forföll nemenda en forföll er skráð með rafrænum hætti í gegnum Innu.

Starfsfólk skrifstofu:
Helga Liv Óttarsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri
Gerður Hauksdóttir, fulltrúi