Skólasetning verður í Dómkirkjunni 19. ágúst kl. 14. Nemendur og starfsfólk safnast saman fyrir framan Gamla skóla kl. 13:50 og ganga saman yfir í kirkjuna.

Nýnemakynning verður á þriðjudag í næstu viku (19. ágúst) og er mæting kl. 11:30 í heimastofur, en upplýsingar um bekki og stofur verða á upplýsingatöflum í Gamla skóla og í Casa Nova. Starfsfólk skólans verður til taks til að vísa ykkur á réttar stofur.

Miðvikudaginn 20. ágúst kl. 8:30 hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.