Menntaskólinn í Reykjavík býður nemendum í 10. bekk að koma og kynna sér námið og félagslífið í MR. Á kynningunum taka námsráðgjafar skólans á móti nemendum og fara yfir námsframboð og skipulag námsins. Nemendur í 5. og 6. bekk fara svo yfir það sem félagslífið hefur upp á að bjóða og fylgja nemendum í stutta gönguferð um húsnæðið. Gert er ráð fyrir að heimsóknin taki um það bil 45-60 mínútur. Kynningarnar verða á eftirfarandi dögum kl. 16.00, gott er að mæta 10 mínútum áður:

Þriðjudaginn 8. mars

Miðvikudaginn 9. mars

Fimmtudaginn 10. mars

Þriðjudaginn 15. mars

Miðvikudaginn 16. mars

Fimmtudaginn 17. mars

Nauðsynlegt er að skrá sig með því að hringja á skrifstofu skólans í síma 545-1900. Athugið að við getum því miður ekki tekið á móti forráðmönnum í þetta sinn þar sem húsrúm er ekki næganlegt.

Opið hús verður í skólanum laugardaginn 19. mars á milli kl. 14.00 og 16.00.