Ákveðið hefur verið að fella niður kennslu í fyrsta tíma á morgun (þriðjudag 7. febrúar). Gamli skóli verður opinn frá 08:00 fyrir þá sem þurfa en kennsla hefst í öðrum tíma kl. 09:00.
Almannavarnir biðla til fólks um að vera ekki á ferðinni á meðan veður er sem verst og ætti veðrið að hafa gengið yfir að mestu kl. 08:00 hér á Höfuðborgarsvæðinu. https://www.almannavarnir.is/frettir/slaemt-vedur-framundan-a-ollu-landinu-ovissustig-almannavarna/
Farið varlega í veðrinu og vonandi komast allir klakklaust í skólann þegar mesta veðurofsanum lýkur.