Í dag er síðasti kennsludagur fyrir jólapróf.  Jólaprófstöflu er að finna á heimasíðu skólans: https://mr.is/wp-content/uploads/2023/11/Proftafla.2023.lokautgafa.2.pdf

Við óskum ykkur öllum góðs gengis við lestur og undirbúning fyrir prófin.  Hugið að því að fá góða hvíld, holla næringu, hreyfingu og að njóta aðventunnar.

Einkunnaafhending verður miðvikudaginn 20. desember. 

Þá munum við eiga saman jólastund í Dómkirkjunni kl. 14:00 og að henni lokinni ganga saman upp í skóla þar sem þið hittið umsjónarkennara í heimastofum og fáið einkunnablöð.  Einkunnir verða jafnframt birtar í INNU þennan sama dag.