Dagana 5. – 9. júni verða haldin DELF próf fyrir nemendur í framhaldsskólum, í Alliance Française í Tryggvagötu 8 (gegnt Búllunni).

Skráning verður opin frá 5.- 31. maí.

Nemendur fá afslátt. Verð fyrir prófið er:

  • A1 og A2: 4750 kr.
  • B1 og B2: 5500 kr.

Hér er hlekkur inn á skráningarsíðuna:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeTStRQj1vDSlLVaewqBgtysS8xLd6Hd79469cY003uCVI7jg/viewform

Þeir nemendur sem lokið hafa frönskunámi í MR eru hvattir til að íhuga það að taka þetta próf. Prófið er alþjóðlegt vottorð um frönskukunnáttu og rennur ekki út.

DELF prófin eru viðurkennd af Menntamálaráðuneyti Frakklands og virt um allan heim.

Prófað er í færniþáttunum fjórum og skiptist prófið í:

  • 25 % skilningur á töluðu máli
  • 25% skilningur á rituðu máli
  • 25% skrifleg tjáning
  • 25% munnleg tjáning.

Hér fyrir neðan er slóð inn á gömul æfingapróf. Prófin hafa eitthvað breyst en þessi gefa ykkur hugmynd um framkvæmdina.

Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg Gylfadóttir og Florent Gast.