Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins dagana 16. og 17. maí má búast við umferðartöfum í miðbæ Reykjavíkur.

Í ljósi þessa hefur verið tekin ákvörðun um að flytja próf sem áttu að vera á þriðjudag 16. og miðvikudag 17. maí á aðra daga eða á aðra staði í borginni. Próftafla á heimasíðu skólans hefur verið uppfærð og hafa breytingar verið merktar inn á hana með bleikum lit.

Sjúkrapróf í 4. og 5. bekkjum sem áttu að vera á þriðjudag og miðvikudag (16. og 17. maí)  verða á fimmtudag og föstudag (18. og 19. maí).  Nánari tímasetning þeirra auglýst síðar.