Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans og stærðfræðikennari, var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 1. janúar s.l. Orðuna fékk Yngvi fyrir framlag sitt til menntunar og brautryðjendastarfs í tölvufræðikennslu á Íslandi.
Yngvi hóf stærðfræðikennslu við skólann árið 1972, þá enn í stærðfræðinámi við Háskóla Íslands. Yngvi var konrektor og síðar rektors skólans, árin 2001-2017. Yngvi var vinsæll og afar farsæll stærðfræðikennari. Hann byggði upp tölvufræðikennslu skólans í kringum 1980, og starfrækti um tíma sinn eigin tölvufræðiskóla. Yngvi lauk farsælum kennsluferli eftir rúm fimmtíu ár við skólann árið 2022, en er enn skólanum innan handar sem prófdómari og í afleysingakennslu.
Á síðasta skólaári var málverk af Yngva afhjúpað á Hátíðarsal skólans, þar sem hanga málverk af öllum fyrrum rektorum skólans fram að tíma Yngva.
Menntaskólinn í Reykjavík óskar Yngva innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.