Verkfall kennara hefst á mánudaginn 18. nóvember og stendur til 20. desember ef ekki er samið í millitíðinni.

Þau sem eru í verkfalli eru kennarar og leiðbeinendur í KÍ og náms- og starfsráðgjafar.  Aðrir eru við vinnu.  Stundakennarar kenna áfram í þær tvær vikur sem eftir eru af kennslu.  Engin jólapróf verða haldin í desember ef verkfall er til 20. desember.

Nemendur eru beðnir um að fylgjast vel með MR-tölvupóstinum sínum, rektor mun senda upplýsingar um framhald skólastarfs þegar annaðhvort verkfall leysist vegna samninga, eða þegar kennsla hefst aftur í byrjun janúar.