Nú liggja fyrir úrslit efnafræðikeppninnar 2025. Þrír keppendur voru frá MR í úrslitunum og stóðu þau sig öll vel. Í 2. sæti var Sigurður Baldvin Ólafsson, í 4. sæti Tryggvi Kormákur Hávarðarson og í 11. sæti Áslaug Lilja Þorgeirsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Fjórum stigahæstu keppendum er boðin þátttaka í íslenska landsliðinu í efnafræði 2025. Þau sem þiggja sæti munu taka þátt í 57. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni (IChO) sem haldin verður í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 5.-14. júlí 2025 og í 8. Norrænu Ólympíukeppninni í efnafræði (NChO) sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð, 2.-5. júlí.