Skráningarfrestur í keppni ungra vísindamanna er til 8.febrúar 2021.

Í keppninni er tekið á móti verkefnum í tíu flokkum vísindanna.

Eðlisfræði
efnafræði,
félagsvísindi
heilbrigðisvísindi
jarðvísindi
líffræði
stærðfræði
umhverfisfræði
upplýsinga- og tölvunarfræði
verkfræði

Allir á aldrinum 15 til 20 ára geta tekið þátt. Þátttakendur þurfa ekki að vera fulltrúar skóla heldur geta ýmis félagasamtök og stofnanir verið bakland keppenda.

Upplýsingar um keppnina er að finna á ungirvisindamenn.hi.is