Á fimmtudaginn fóru fram tolleringar og heppnuðust þær vel. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og biðu með rigninguna þangað til að tolleringum var lokið.
Við viljum þakka 6. bekkjarráði fyrir gott skipulag og góðan dag.
Fyrir viku fór fram kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema. Sólveig Hannesdóttir rektor kynnti skólann og skólastarfið, einnig ávörpuðu fundinn fulltrúar nemendafélaganna, fulltrúar Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík og forvarna-og félagsmálafulltrúar skólans. Að lokum var foreldrum og forráðamönnum boðið í heimastofur bekkjanna til að hitta umsjónarkennara. Fundurinn var vel sóttur og við þökkum þeim sem sáu sér fært að mæta.