Í ár var haldin þýskuþraut á tveimur stigum og nú liggja fyrir niðurstöður. 112 nemendur tóku þátt í þýskuþraut á stigi 1 og 29 nemendur tóku þátt á stigi 2, eða samtals 141 nemandi úr 11 skólum.

Nemendur skólans hafa staðið sig mjög vel. Eftirfarandi nemendur úr MR voru mjög sigursælir.

Á stigi 2 (lengra komnir)

  1. sæti Jörgen Ingólfsson,
  2. sæti Katrín Ásgeirsdóttir,
  3. sæti Sigþór Haraldsson,
  4. sæti Helena Sirrý Magnúsdóttir,
  5. sæti Jakob Orri Briem,
  6. sæti Haukur Oddur Jóhannesson,
  7. sæti Sturla Sólnes

Á stigi 1 (byrjendur)

  1. sæti Ella Margrét Borgfjörð Roth Ástudóttir

 

Jörgen Ingólfsson og Sigþór Haraldsson fengu í verðlaun fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi í sumar.

Við óskum öllum nemendum til hamingju með góðan árangur.