Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur á mánudagskvöldið 29. ágúst.  Tjarnarsalurinn var þéttsetinn þegar rektor skólans, fulltrúi foreldrafélags MR, forvarnafulltrúi og félagsmálafulltrúi og forsvarsmenn nemendafélaganna kynntu skólann, starfsfólk og félagslíf nemenda.

Forráðamenn gengu svo upp í skólann og hittu umsjónarkennara barna sinna í heimastofum þeirra.

Myndir teknar af Trausta Þorgeirssyni