Jóanna Marianova Siarova 5.S og Kristín Elfa Guðmundsdóttir 5.P unnu ritgerðarsamkeppni  á vegum Oddfellowreglunnar. Verðlaunafhendingin fór fram 20.mars, keppnin stóð nemendum í 5.bekk skólans til boða að taka þátt og fór fram í samstarfi við enskudeild skólans. Nemendur skiluðu inn ritgerð sem tengist Sameinuðu Þjóðunum og í kjölfarið var þeim boðið í viðtal í húsakynnum Oddfellow. Að launum fá sigurvegarnir ferð til New York borgar  í Bandaríkjunum m.a. til að skoða húsnæði og starfssemi Sameinuðu Þjóðanna. Aðrir sem tóku þátt fengu viðurkenningaskjal og blóm.

Menntaskólinn í Reykjavík óskar sigurvegurunum hjartanlega til hamingju!